Tjarnarskógur er níu deilda leikskóli á tveimur starfsstöðvum. Í daglegu tali eru starfsstöðvarnar kallaðar Skógarland og Tjarnarland. Á Skógarlandi eru sex deildir og þar dvelja börn á aldrinum eins til fjögurra ára en á Tjarnarlandi eru þrjár deildir og þar dvelja börn á aldrinum fjögurra til fimm ára.

Leikskólastjóri er Sigríður Herdís Pálsdóttir.  Hún fer á milli húsa eftir þörfum. Aðstoðarleikskólastjórar  eru   Heiðdís Ragnarsdóttir með starfsstöð á Tjarnarlandi, Heiðdís er einnig deildarstjóri á Skógarbæ.  Rósa Dóra er með starfsstöð á Skógarlandi en sinnir einnig viðbótarkennslu á Tjarnarlandi.

Sérkennslustjóri er Sóley Orradóttir og er hún í báðum húsum.