Að hámarki er gert ráð fyrir að Tjarnarskógur geti verið opinn frá klukkan 07:45 til 17:00. Opnunartíminn ræðst þó af þörfum hverju sinni og eru leikskólar í þéttbýli ekki opnir fyrir færri en 6 börn í upphafi og/eða lok dags. Eins og staðan er í dag er Tjarnarskógur opinn frá kl 07:45 - 16:15 Boðið upp á 4 - 9 klukkustunda vistun. 

Það hefur sýnt sig að þau börn sem mæta reglulega eru ánægðari og líður betur í leikskólanum. Í Tjarnarskógi er tekið á móti hverju barni sem sérstöku og boðið er góðan daginn. Við viljum biðja foreldra að virða tímann á milli kl. 11 – 13 á meðan matartími og hvíld er og trufla sem minnst þá.

Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna, þá vinsamlegast látið vita á deild barnsins. Einnig er mikilvægt að tilkynna allar breytingar á högum og aðstæðum s.s. veikindum, fjarveru foreldra, breytt heimilisfang eða símanúmer. Vilji barn af einhverjum ástæðum ekki koma í leikskólann er nauðsynlegt að starfsfólk viti af því svo hægt sé að finna ástæðuna og vinna úr vandanum.

Hægt er að skoða leiðbeiningar um skráningu fjarvista í gegnum foreldraforritið Vala hér. 

Mikilvægt er að foreldrar láti starfsfólk vita þegar komið er með barnið og það sótt.