Sumarfrí 

Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum í nóvember bókun varðandi sumarleyfi 2023. Sú bókun var samþykkt af sveitastjórn.

Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2023 verður í fjórar vikur á tímabilinu 3. júlí - 31. júlí 2023 og verður fimmta vikan 3. ágúst ? 8. ágúst 2023.

Til að koma til móts við þarfir foreldra varðandi 5. viku sumarleyfisins verður miðað við að það berist ósk um vistun fyrir að lágmarki 30% barna til að reynt verði að bregðast við og hafa opið fyrir þau börn 5. vikuna (3.-8. ágúst), að því tilskyldu að nægt starfsfólk fáist til starfa þá viku. Skal skráningu vera lokið fyrir 1. maí 2023. Ef ekki næst lágmarks fjöldi barna og starfsfólks verður viðkomandi leikskóli lokaður í fimm vikur

2023:   Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2023 verður í fjórar vikur á tímabilinu 3. júlí - 31. júlí 2023 og verður fimmta vikan 31.ágúst -5 ágúst . (villa í bókun fjölskylduráðs )

2022: 11. júlí - 12. ágúst. 

2021: 14. júlí - 11. ágúst - 20 dagar, síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagur og opnað er á fimmtudegi eftir verslunarmannahelgi.