Megin hlutverk leikskóla er að stuðla að almennri menntun barna samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Unnið er með fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins einstaklings.