Sumarfrí

Í dag 30. júní er síðasti skóladagurinn fyrir sumarleyfi. Leikskólinn opnar aftur 8. ágúst og þá mæta börnin á þær deildir sem þau verða á næsta vetur. Ef foreldrar vilja breyta skólatíma hjá sínu barni þá er það gert í Völu. Þar er einnig hægt að sækja um að hafa daga mismunandi. Einnig væri mjög gott að fá það skráð ef þið ætlið að hafa börnin lengur í fríi en þið hafið nú þegar skráð. Um leið viljum við þakka foreldrum barna sem eru fædd 2017 og eru að hætta núna við sumarfrí fyrir samveruna.