Margrét Hákonardóttir hættir

Í gær kvöddum við Margréti Hákonardóttur sem lét af störfum vegna aldurs. Margrét hóf störf hjá Tjarnarskógi í febrúar 2019 . Hún var fyrst á Skógarlandi en hefur verið síðustu ár á Tjarnarlandi og sinnt þar m.a. sérkennslu. Hún hefur unnið hjá sveitarfélaginu í mörg ár, í Brúarási sem leikskólakennari og síðar hjá málefnum fatlaðra. Við kvöddum hana í salnum á Skógarlandi í gær þar sem hún fékk að velja sín lög og allir sungu með.  Margrét sagði börnunum svo söguna um Alla Nalla og tunglið eins og henni einni er lagið. Við þökkum Margréti kærlega fyrir samstarfið og einkum fyrir allar skemmtilegu sögurnar sem hún sagði börnunum í samverustundum.

Fréttamynd - Margrét Hákonardóttir hættir

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn

Margrét Hákonardóttir hættir

Í gær kvöddum við Margréti Hákonardóttur sem lét af störfum vegna aldurs. Margrét hóf störf hjá Tjarnarskógi í febrúar 2019 . Hún var fyrst á Skógarlandi en hefur verið síðustu ár á Tjarnarlandi og sinnt þar m.a. sérkennslu. Hún hefur unnið hjá sveitarfélaginu í mörg ár, í Brúarási sem leikskólakennari og síðar hjá málefnum fatlaðra. Við kvöddum hana í salnum á Skógarlandi í gær þar sem hún fékk að velja sín lög og allir sungu með.  Margrét sagði börnunum svo söguna um Alla Nalla og tunglið eins og henni einni er lagið. Við þökkum Margréti kærlega fyrir samstarfið og einkum fyrir allar skemmtilegu sögurnar sem hún sagði börnunum í samverustundum.

Fréttamynd - Margrét Hákonardóttir hættir

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn