Hjóladagur

Árlegur hjóladagur Tjarnarskógar var haldinn 21. júní sl. Yngstu börnin hjóluðu á skólalóðinni, eldri börn á Skógarlandi lögðu bílaplanið undir sig og hjóluðu þar fram og aftur. Settar höfðu verið upp ýmsar stöðvar og þrautir, þvottastöð, úðari o.fl. Á Tjarnarlandi fóru börnin hjólandi frá Tjarnarlandi á Vilhjálmsvöll og hjóluðu þar nokkra hringi og svo aftur til baka. Lögregluþjónar komu og heilsuðu upp á börnin, skoðuðu hjólin og hjálminn og gáfu þeim öllum límmiða. Það voru glaðir hjólakappar sem komu aftur inn úr þessari góðu útivist.