Aðstoðarmenn slökkviliðsins

Brunavarnir Austurlands heimsóttu elsta árgang leikskólans í dag og fræddu okkur um brunavarnir. Þeir Ingvar og Nikulás mættu á staðinn og báðu krakkana um að verða aðstoðarmennina sína. Í því felst að allir fara a.m.k. eina eftirlitsferð um leikskólann þar sem athugað er hvort að flóttaleiðir séu greiðar, slökkvitæki séu rétt staðsett, hvort ruslasöfnun sé í lágmarki og hvort að ljósin í neyðarútgangsskiltunum logi. Einnig hvöttu þeir krakkana til að athuga eldvarnir heima hjá sér. Þau eiga að athuga hvort að reykskynjarar eru til staðar og batterí í lagi, hvort það séu slökkvitæki á heimilinu og eldvarnarteppi. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og tóku þessu verkefni mjög alvarlega.

Nikulás sýndi krökkunum einnig reykköfunargallann sinn. Þau fylgdust með hvernig hann klæddi sig í gallann og hann sagði þeim hvernig gallinn virkar. Þau fengu svo einnig að heyra hvernig hljóð koma úr súrefniskútnum. Þau sem þorðu fengu svo að koma nær og kíkja aðeins á kallinn, þefa af gallanum og snerta súrefniskútinn. Allt er það gert til að krakkarnir verði ekki hræddir við reykkafara ef þau skyldu einhvertíman þurfa á aðstoð hans að halda.
Í vor munu þeir svo bjóða krökkunum að koma í heimsókn til sín á slökkvistöðina. Við hlökkum mikið til þess :)

Aðstoðarmenn slökkviliðsins

Brunavarnir Austurlands heimsóttu elsta árgang leikskólans í dag og fræddu okkur um brunavarnir. Þeir Ingvar og Nikulás mættu á staðinn og báðu krakkana um að verða aðstoðarmennina sína. Í því felst að allir fara a.m.k. eina eftirlitsferð um leikskólann þar sem athugað er hvort að flóttaleiðir séu greiðar, slökkvitæki séu rétt staðsett, hvort ruslasöfnun sé í lágmarki og hvort að ljósin í neyðarútgangsskiltunum logi. Einnig hvöttu þeir krakkana til að athuga eldvarnir heima hjá sér. Þau eiga að athuga hvort að reykskynjarar eru til staðar og batterí í lagi, hvort það séu slökkvitæki á heimilinu og eldvarnarteppi. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og tóku þessu verkefni mjög alvarlega.

Nikulás sýndi krökkunum einnig reykköfunargallann sinn. Þau fylgdust með hvernig hann klæddi sig í gallann og hann sagði þeim hvernig gallinn virkar. Þau fengu svo einnig að heyra hvernig hljóð koma úr súrefniskútnum. Þau sem þorðu fengu svo að koma nær og kíkja aðeins á kallinn, þefa af gallanum og snerta súrefniskútinn. Allt er það gert til að krakkarnir verði ekki hræddir við reykkafara ef þau skyldu einhvertíman þurfa á aðstoð hans að halda.
Í vor munu þeir svo bjóða krökkunum að koma í heimsókn til sín á slökkvistöðina. Við hlökkum mikið til þess :)